22.10.2006 | 00:52
Löng fæðing
Er alltaf svo fegin þegar helgin skellur á því ég er alltaf svo viss um
að þetta verði helgin sem ég næ að slaka dáldið vel á en ó skjátlast
mér heldur betur enn og aftur. Segi nú reyndar ekki að verkefnin séu
beint leiðinleg en síðasta sólarhring var ég að passa Gunnka minn þ.e.
barnabarnið Gunnar Mikael því mamma litla var í prófi í morgun. Litla
skottið mitt hefur hafið nám í lögfræði við H.Í. móður sinni til
mikillar undrunar þar sem ég misreiknaði áhugasviðið hrapallega (hélt
hún myndi fara í sálfræði). Mér finnst svo stutt síðan hún var á sama
aldri og Gunnar, sem verður þriggja í nóvember. Hún sló mér illilega
við því ég var búin að skora á hana að klára stúdentsprófið sitt um
leið og ég myndi skila B.A. ritgerðinni minni í félagsfræði. Ritgerðin
er enn óskrifuð (en auðvitað alltaf á leiðinni) en Tinna hins vegar
stakk mig af. Vonandi verður hún ekki eins lengi með lögfræðina og ég
með félagsfræðina en ég byrjaði í háskólanum 6 mánuðum eftir að hún
fæddist eða í september 1984. Eftir tveggja ára nám tók ég mér nokkurra
ára frí og síðan aftur nokkurra ára frí en þá kláraði ég allt nema
ritgerðina sem er alltaf á leiðinni. Reyndar hafði ég lofað mér að ég
byrjaði ekki á nýju verkefni fyrr en hún væri frá og því spurning um að
drífa þetta af. Ég ætla að skrifa um Zen hugleiðslu (búddisma) og mun
byrja á mánudag! Ætla að nota morgnana og vera svo framkvæmdastjóri
Tónheima eftir hádegi, milli þess sem ég fer í ræktina, fer með Gunnar
í leikskólann, sæki hann í leikskólann, passa hann því hann er veikur
og ég hef sveigjanlegan vinnutíma afþví ég vinn hjá sjálfri mér
o.s.frv. Er ekki lífið yndislegt...
að þetta verði helgin sem ég næ að slaka dáldið vel á en ó skjátlast
mér heldur betur enn og aftur. Segi nú reyndar ekki að verkefnin séu
beint leiðinleg en síðasta sólarhring var ég að passa Gunnka minn þ.e.
barnabarnið Gunnar Mikael því mamma litla var í prófi í morgun. Litla
skottið mitt hefur hafið nám í lögfræði við H.Í. móður sinni til
mikillar undrunar þar sem ég misreiknaði áhugasviðið hrapallega (hélt
hún myndi fara í sálfræði). Mér finnst svo stutt síðan hún var á sama
aldri og Gunnar, sem verður þriggja í nóvember. Hún sló mér illilega
við því ég var búin að skora á hana að klára stúdentsprófið sitt um
leið og ég myndi skila B.A. ritgerðinni minni í félagsfræði. Ritgerðin
er enn óskrifuð (en auðvitað alltaf á leiðinni) en Tinna hins vegar
stakk mig af. Vonandi verður hún ekki eins lengi með lögfræðina og ég
með félagsfræðina en ég byrjaði í háskólanum 6 mánuðum eftir að hún
fæddist eða í september 1984. Eftir tveggja ára nám tók ég mér nokkurra
ára frí og síðan aftur nokkurra ára frí en þá kláraði ég allt nema
ritgerðina sem er alltaf á leiðinni. Reyndar hafði ég lofað mér að ég
byrjaði ekki á nýju verkefni fyrr en hún væri frá og því spurning um að
drífa þetta af. Ég ætla að skrifa um Zen hugleiðslu (búddisma) og mun
byrja á mánudag! Ætla að nota morgnana og vera svo framkvæmdastjóri
Tónheima eftir hádegi, milli þess sem ég fer í ræktina, fer með Gunnar
í leikskólann, sæki hann í leikskólann, passa hann því hann er veikur
og ég hef sveigjanlegan vinnutíma afþví ég vinn hjá sjálfri mér
o.s.frv. Er ekki lífið yndislegt...
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.