Farin í hundana

Öðruvísi mér áður brá segi ég nú bara - við hjónin liggjum nú yfir
hvuttar.net og öðrum hundasíðum og erum að fara að skoða hunda í kvöld.
Þetta er nú bara fyndið þar sem ég hef nú aldrei verið sérstaklega
þekkt sem mikill dýravinur og hef þaggað niður í fóstursonunum þegar
þeir hafa spurt hvort við ætluðum ekki að fá okkur hund. Ég veit ekki
hvað gerðist sem olli þessum straumhvörfum og síðasta vígið er nú
fallið því Tinna er farin að ýta á okkur og segir að það þýði ekki að
tala bara um hlutina. Við erum að tala um mæðgurnar sem misstu sig
þegar köttur skreið inn um gluggann og mjálmuðu eins og móðursjúkir
kettlingar. Einhvern tímann fyrir margt löngu, Tinna hefur verið svona
átta ára, var ég hálfsofandi og barnið byrjar að ýta í mig og segja að
það sé köttur inni hjá okkur. "Æ, láttu ekki svona" sagði ég og öskraði
í sama mund þegar kattartrýni gægðist inn um svefnherbergisdyrnar.
Upphófst þá mikill eltingaleikur sem gekk auðvitað út á að koma
kettinum út. Við skíthræddar en kötturinn örugglega helmingi hræddari
en við tvær til samans. Loksins tókst okkur að koma honum fram á
stigagang með því að setja mjólkurskál fyrir framan dyrnar. Sagan er
ekki alveg búin þar sem það sem það eina sem okkur vantaði í
morgunsárið var nýbakað brauð og bakaríið við hliðina á okkur. Byrjaði
mamman þá að reyna að senda barnið út í bakarí en barnið vildi ekki
fara þar sem kötturinn var í stigaganginum. Ósvífna móðirin fussaði
yfir þessu og sagði að það væri engin ástæða til að óttast kattargreyið
og þar að auki  væri hann  nú mjög líklega farinn. Mamman
þorði hins vegar ekki fyrir sitt litla líf að flækjast þarna um sjálf
heldur ætlaði bara að vera tilbúin til að skella hurðinni á eftir
barninu og búa til litla rifu svo það kæmist inn með ilmandi heitt
brauðið. Sú litla hefur nú alltaf verið vel greind og skaut föstum
skotum á mig og sagði mér að það væri nú ekki sanngjarnt að ætla að
senda hana út í opinn dauðann og fylgjast sjálf með bakvið luktar dyr.
Mig minnir nú samt að hún hafi farið út í bakarí, kannski hef ég farið
í hetjuskóna og fylgt henni að útidyrunum (sem voru beint fyrir framan
nefið  á okkur) og tekið á móti henni (hennar útgáfa er kannski
önnur en við erum ekkert að spyrja um hana). En öldin er sem sagt önnur
og þar sem ég hef nú sjaldan verið þekkt fyrir að láta hluti bíða (nema
b.a. ritgerðina) er líklegt að hundur verði kominn í hús fyrir jól.
Gunnar litli er mjög glaður þegar talað er um hund en hann er svo vel
áttaður að hann vill frekar gröfu en hund.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband