29.10.2006 | 21:22
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir!
Mikill veisludagur í dag. Byrjuðum í bröns hjá Inger og Andra sem var gaman því við hittumst alltof sjaldan. Vorum líka að taka út hundinn þeirra, Bichon Frise, sem var mjög krúttlegur. Ég er búin að snúast í marga hringi í þessum hundamálum, Ástvaldi til mikillar mæðu, því ég var búin að sannfæra hann um hvernig hundategund hentaði okkur best og svo er ég auðvitað búin að skipta um skoðun. Skoðuðum Border Terrier í gær og leist líka vel á þá en ég held að þetta sé heljarinnar prósess og við þurfum bara að taka okkar tíma í þetta.
Eftir brönsinn lá leiðin í gamla pósthúsið í Hafnarfirði þar sem Ástvaldur var að spila fyrir fyrrverandi sambýlismann minn og barnsföður sem er í prófkjöri Samfylkingar og ætlar sér ekkert minna en fyrsta sætið. Þar hitti ég helling af gömlum vinum, sem ég hitti suma sjaldan og það var notalegt að rekast á þá þarna. Sumum finnst fyndið að núverandi eiginmaður spili tónlist fyrir fyrrverandi en sem betur fer hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að öll dýrin í skóginum eru vinir og okkur kemur vel saman og tökum gjarnan höndum saman þegar hlutirnir snúa að Tinnu eða barnabarninu Gunnari. Það er ekki flóknara en það að gott fólk er einfaldlega gott fólk! Þess vegna óska ég Gunna góðs gengis, það eina sem ég hef á móti þessu er að mér finnst hann helst til of góður til að lenda í ljónagryfjunni á Alþingi. Veit ekki hversu vel sú vinna fer með sálina.
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.