Líkami, sál og hugur

Skelltum okkur í sjöbíó (eins og maður gerði í gamla daga) og sáum Mýrina. Hún minnti mig reyndar á gamla daga þegar kjötsúpa og sviðakjammar voru oftar á borðum landsmanna. Fannst eins og hún hefði gerst 1970 en ekki að verið væri að vísa í atburði sem gerðust þá. Ég er nú orðin 43 ára og hef aldrei eldað svið eða kjötsúpu og ég er viss um að það sama á við um vinkonur mínar - hvað þá að dóttir mín kunni það (er á svipuðum aldri og Eva er í myndinni). Myndin var annars ágætis afþreying en mér leiðist dáldið þessi drungi sem einkennir íslenskar myndir og mér fannst einkenna Mýrina líka - það er kannski ekkert skrítið að helmingur landsmanna sé á þunglyndislyfjum, þ.e. ef þetta er lýsandi fyrir þann raunveruleika sem við búum við. Held reyndar ekki en það er annað mál.

Var bent á nýja heimasíðu í dag www.heilsubankinn.is þar sem fjallað er um óhefðbundnar aðferðir til lækninga og mæli ég eindregið með henni fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þær frekar. Ég hef sjálf mikinn áhuga á "holistic health" eins og sagt er upp á enskuna og ef ég druslast til að klára B.A. ritgerðina mína í náinni framtíð er ég mikið að spá í M.A. í holistic health. Veit af góðum háskóla í San Francisco - verst að það á víst að hætta með beina flugið sem hefur nýst mér vel hingað til. Ég hef sjálf prófað ýmsar óhefðbundnar aðferðir í gegnum tíðina og margar með góðum árangri en allt snýst þetta fyrst og fremst um að bera ábyrgð á eigin heilsu og að muna að um er að ræða sál, líkama og hug og ekki hægt að aðskilja líkamann frá hinu eins og vestræn læknisfræði gerir gjarnan. Og til að geta tekið ábyrgð verðum við að vera meðvituð um það hvað við gerum og hvernig frá andartaki til andartaks og þar finnst mér hugleiðslan hafa hjálpað mikið ef ekki mest. Það er bara ekki  hægt annað en segja hallelújah á eftir svona ræðu og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband