20.11.2006 | 16:17
Nói mættur á svæðið
Ætla rétt að tékka mig inn - þetta var nú eins og ég hélt þ.e. að færslum myndi fækka hjá mér en ég átti nú ekki von á að það gerðist svona hratt (varla áður en ég var byrjuð). Það er búið að vera dáldið mikið um að vera og ég hef unnið á gjörgæslu sl. viku - ekki á Landspítalanum heldur heima hjá mér og það er ekki um eiginlegan sjúkling að ræða - alls ekki - heldur 9 vikna, nú 10 vikna hundkríli, sem heldur okkur á tánum. Ég hef fylgst með nánast hverju skrefi og einblínt á afturendann á greyinu, viss um að í næsta skrefi muni hann láta eitthvað gossa. Við erum með hann í stífri þjálfun og ég skal nú alveg viðurkenna að ég nánast blótaði því að við skyldum láta okkur detta í hug að fá okkur hund þegar veturinn er að ganga í garð. Í kuldakastinu sem hefur gengið yfir höfum við staðið norpandi úti og viðhaft sömu venju og inni þ.e. að mæna á afturendann á hundinum til að fylgjast með því hvort hann skili nú ekki einhverju af sér. Þetta hefur örugglega verið nokkuð fyndin sjón á stundum, ég tala nú ekki um þegar dimmt er orðið og maður sér ekki handa sinna skil. Fyrstu dagana var svo restin á fjölskyldunni í glugganum að fylgjast með!
Hundurinn, sem er svo auðvitað ómótstæðilegur, heitir Nói og er af tegundinni Dverg Schnauzer. Hann er kolsvartur með einn hvítan blett og bæði mjög rólegur en getur líka verið ærslafullur og uppátækjasamur. Eina sem við gerðum ekki ráð fyrir, þegar við sáum fyrir okkur notalega kvöldstund fyrir framan sjónvarpið með hundinn kúrandi hjá okkur, var hversu óskaplega mikið getur loftað um hann. Þetta er eins og að vera á stóru hverasvæði á stundum.
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 2834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.