9.12.2006 | 14:46
Ég um mig...
Allt í einu hellist yfir mig að aldurslega séð stend ég ekki í stað en mér hefur hingað til ekki fundist ég deginum eldri en tvítug. Það er hins vegar erfitt að halda því til streitu þegar tengdasonurinn er orðinn 25 ára, dóttirin að verða 23 og barnabarnið þriggja ára. Svo ætlar eigimaðurinn að kóróna þetta allt saman með því að fagna 40 árum í næstu viku. Allamáttugur segi ég nú bara á innsoginu eins og mamma sagði alltaf í gamla daga og ég má sitja á toppnum með árin mín 43. Þetta er nú ekki alvarleg krísa og ég verð að segja að ég væri ekki til í að vera orðin tvítug aftur (í þessu lífi) nema þá með þá reynslu sem ég hef í dag. Ég fæ stundum alvarlegan kjánahroll þegar ég hugsa til baka og auðvitað massa af samviskubiti því ég var ansi óhefluð á köflum og einhvern veginn hafði ég á stundum óskaplega litla stjórn á því sem út úr munni mínum kom. Það væri örugglega sagt í minningargrein um mig að ég hefði verið mjög ákveðin kona sem ekki hefði legið á skoðunum sínum en heitir réttu nafni stjórnsemi og oft og tíðum skortur á umburðarlyndi. Sem betur fer hefur aldurinn og vinna á leiðinni skilað einhverju og ég svei mér þá orðin nokkuð húsvön en ég held hins vegar að hversu mikið sem mig langar til að vera þessi blíðlynda og umburðarlynda týpa, þá verði ég alltaf með sterkar skoðanir og liðtæk í að leiðbeina (stjórna) fólki með hvernig gott er að haga lífi sínu, t.d. með því að borða ekki of mikinn sykur, hvað þá aspartam o.s.frv.
Mér fannst samt mjög krúttlegt að dóttir mín skyldi gefa kærastanum nuddtíma í afmælisgjöf, fannst eins og ég hefði skilað einhverju áfram á góðan hátt.
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 2834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.