21.12.2006 | 11:10
Voff
Ętlaši į žessu momenti aš vera aš labba inn ķ Smįralind en sit viš tölvuna yfir morgunmatnum meš hįlsbólgu og hausverk. Ekki žaš aš ég sakni žess sérstaklega aš vera ekki ķ Smįralind. Mér finnst mišur skemmtilegt aš vera ķ verslanamišstöšvum į žessum tķma įrs en žó skįst aš fara žegar veriš er aš opna og vera svo farin žegar ösin byrjar. Sem betur fer erum viš tiltölulega róleg ķ žessu jólaęši og erum meira aš hitta fólk ķ heimahśsum en ķ verslanaleišangri. Talaši viš verslunareiganda ķ gęr sem sagši aš fólk vęri hreinlega aš tapa sér, hann hefši aldrei séš annaš eins sķšan hann hóf rekstur fyrir 15 įrum sķšan. Hallelśjah!
Eiginmašurinn fyllti fjórša įratuginn ķ sķšustu viku og fer sżnist mér nokkuš vel inn ķ žann fimmta. Hann er ekki meš bumbu eša skalla (ekki žaš aš mér finnst žaš nś bara krśttlegt) en nokkur grį hįr ķ vanga. Hann er sem sagt alveg jafn myndarlegur og hann var žegar ég hitti hann fyrst og meira aš segja oršinn kattlišugur enda mętir hann reglulega į Kung fu ęfingar hjį Heilsudrekanum. Žaš vita žaš ekki margir aš žar kennir kķnverskur Kung fu meistari og Įstvaldur fęr stundum einn aš njóta kunnįttu hans žar sem ekki margir vita af hve góša žjįlfun er hęgt aš fį žarna. Ég gleymdi aušvitaš aš minnast į aš innrętiš hefur ekki versnaš hjį öšlingnum en ég var svo upptekin af śtlitinu aš ég nęstum gleymdi innlitinu!
Hvolpurinn dafnar ansi vel hjį okkur, er aušvitaš ótrślega gįfašur og fljótur aš lęra fyrir utan hvaš hann getur svo veriš skemmtilegur lķka. Ég var ķ vafa fyrst hvort viš hefšum veriš aš gera rétt meš žvķ aš fį okkur hund, fannst ég vera mjög bundin og sį fyrir mér aš ég yrši bara aš vera meira og minna heima nęstu tķu įrin. Ašeins hefur nś losnaš um žetta en žetta er aušvitaš binding og sérstaklega žar sem ég į nś heldur ekki aušvelt meš aš skilja hann mikiš eftir heima einan. Hann kvartar ekki og er örugglega fegin aš losna viš okkur smį stund enda fęr hann alltaf eitthvaš gott aš naga og er upptekin af žvķ dįgóša stund. Ég er hętt aš efast og er viss um aš žetta gefur meira en tekur aš eiga hund og svo finnst mér žetta gera Gunnari (barnabarninu) mjög gott. "Hę įstin mķn," segir hann žegar hann kemur og segir aš Nói sé besti vinur hans, passar uppį hann ef gestir eru ž.e. aš allir viti örugglega aš žetta er hundurinn hans svo ekki gęti misskilnings. Gaman gaman.
Um bloggiš
Með sjálfri mér
Myndaalbśm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frį upphafi: 2834
Annaš
- Innlit ķ dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir ķ dag: 2
- IP-tölur ķ dag: 2
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.