Úff jólin eru búin

Þetta voru nú meiri jólin og áramótin - þau fóru alveg öfugt í mig og ég gat ekki beðið eftir að þau væru búin áður en þau byrjuðu. Mér finnst þetta bara orðið eitt allsherjar rugl og orðin ein allsherjar auglýsingaherferð frá upphafi til enda. Kannski er þetta bara skapvonska í mér, sem er nú frekar jákvæð að eðlisfari og kannski hafði það eitthvað að segja að ég var veik nánast allan tímann en samt fer ég ekki ofan af því að við þurfum - sem heild - að taka okkur saman í andlitinu og tóna þetta eitthvað niður. Ég er alveg viss um að það eru mjög margir sem sogast inn í jólaæðið...fyrir utan stærri og flottari gjafir þarf auðvitað allt að vera komið í toppstand fyrir jólin heima til að fullkomna jólastemninguna. Já, sem sagt held ég að margir sogist inn í þetta og eyði auðvitað langt um efni fram, bara afþví þetta er eitthvað sem þarf að gera og "allir" gera!!! Ég verð bara að segja að mér er ofboðið og ég er búin að taka loforð af manninum að við verðum fjarri brjálæðinu um næstu jól. Ég ætla að fara til útlanda, eitthvert þar sem rólegheit eru og ég þarf ekki að vera í jólaskapi sem ekki er innistæða fyrir. Reyndar var mér bent á að það væri nóg fyrir mig að fara í sveitina hérna heima, það er alveg rétt og ég tek það til greina en ég held samt að ég fari eitthvað lengra. Mér finnst bara innst í hjarta mínu eitthvað svo rangt við þetta og sé til dæmis hvernig tíminn sem eytt er í Kringlunni og Smáralind gæti farið í auknar samverustundir fjölskyldunnar. Við verðum auðvitað að taka ábyrgð sem einstaklingar og erum ekki viljalaus verkfæri en ég held samt að það geti verið erfitt að brjóta sig út úr þessu og sérstaklega ef maður ekki er meðvitaður. Ég upplifði það svo sterkt þegar ég dvaldi á Zen setri í hálft ár hversu hugurinn getur ruglað mann ótrúlega. Alla vikuna var ég bara sátt upp á fjalli með það sem ég átti og hafði en um helgar þegar við fórum í borgarferð og inn í verslanamiðstöðvar þá allt í einu vantaði mig allt. Allt varð svo eftirsóknarvert og það fór einhver gömul maskína í gang - mér fannst þetta óhuggulegt þó ég hefði nú oft látið hugann hlaupa með mig í gönur...það orðatiltæki lifnaði svo sannarlega við. 

....annars bara allt í góðu og Nói dafnar vel. Hann var reyttur í fyrsta sinn í dag (ekki reyttur eins og ég) heldur bókstaflega reyttur á honum feldurinn. Hann átti óskaplega bágt þegar við komum, þetta er víst dáldið sárt á sumum stöðum en hann stóð sig eins og hetja og er nú sléttur og felldur með loðnar augnabrýr og stutt skegg. Við erum ótrúlega ánægð með hann og erum viss um að við höfum fengið gott eintak, geðgóðan og í góðu jafnvægi en líka fjörugan og með húmor. Húmorslaus maður eða hundur á sér bara ekkert líf segi ég og sem betur fer hef ég nú húmor fyrir þessari geðvonsku í mér, annars yrði ég nú bara að pakka saman og segja pass!

Gleðilegt ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 2834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband