Sjö, níu, þrettán

Hef orðið vör við í gegnum tíðina að ef t.d. eitthvað byrjar að bila þá fylgja yfirleitt fleiri hlutir í kjölfarið. Þetta á líka við um góða hluti en ég tek meira eftir því þegar um óhöppin er að ræða Því það lendir öðruvísi á manni. Held að þetta hafi byrjað núna þegar ólin slitnaði á töskunni minni og tölvan eyðilagðist. Svo komum við í "sveitina" og þvottavélin fór að leka. Uppþvottavélin fylgdi í kjölfarið og neitaði að taka inn á sig vatn og í dag fór púströrið á bílnum. Fyrir utan þetta eru svo óhöppin með hundana - þeir týndust og Nói datt í vatnið, einn bíllinn fór næstum á hvolf þegar húsbóndinn tók of skarpa beygju út úr innkeyrslunni og ég kæri mig ekki um að rifja meira upp í bili, vona bara að þetta sé orðið gott. Er eitthvað búið að breyta - allt er þegar þrennt er! Á síðustu árum man ég bara ekki eftir því að eitthvað hafi bilað en nú var greinilega kominn tími á það! Sem betur fer gefur lífið á móti þannig að ég er ekki komin í mínus og held mínu striki. Kannski bara gott að hafa í huga að fara sérstaklega gætilega meðan þetta gengur yfir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Með sjálfri mér

Höfundur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Nói
  • Ástvaldur afi og Gunnar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband