23.11.2007 | 12:34
Fjúki fjúk
Ég var ekki viss í morgun þegar ég fór framúr að ég væri stödd á sama stað á landinu og þegar ég sofnaði. Lætin í veðrinu voru þvílík í nótt að ég hélt að húsið myndi hreinlega takast á loft, það er svona þegar maður er kominn aðeins út úr og ekkert sem skýlir fyrir vindinum. Þetta er samt eitthvað notalegt. Ég gleymdi í óhappapakkanum að ég keypti mér agalega fín gleraugu um daginn, þurfti að bíða eftir þeim í hálfan mánuð og svo þegar þau komu var mælingin röng þannig að ég þarf að bíða eftir þeim í annan hálfan mánuð og til að kóróna þetta þá steig Ástvaldur á gömlu gleraugun þannig að þau eru öll skökk og skæld! Þetta fer nú samt ekkert illa í mig en þetta er orðið gott, Ingibjörg! Ó, þarf að drífa mig til hennar Helgu í Alexandertæknina - algjör snilld (segi ég og man þá eftir orðum hennar:"Þú verður að finna setbeinin en ekki sitja á hryggnum," og rétti í því úr mér í stólnum! Góðar stundir!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.