24.11.2007 | 11:16
Takk fyrir!
Er hrifin af nýja laginu frá Hjálmum sem mikið er spilað þessa dagana...Oft ég...o.s.frv. Finnst þetta vera gamalt lag en kannski hljómar það bara svona kunnuglega, átta mig ekki alveg á því. Nú eru nýju diskarnir að hlaðast inn þar sem jólin nálgast. Fannst alltaf gaman að vinna í útvarpinu á þessum tíma þegar allt fylltist af af nýrri íslenskri tónlist.
Fór allt í einu akkúrat 10 ár aftur í tímann. Var á fullu við að undirbúa 15 ára afmæli Rásar 2 sem var 1. desember en ég hélt utan um þá vinnu. Fékk símtal um hádegi einn daginn og í símanum var vinur minn, sem vildi endilega bjóða mér til San Francisco daginn eftir (ætlaði reyndar ekkert með mér) og sagði að ég mætti bjóða einhverjum með mér. Eins frábærlega og þetta hljómaði þá var þetta ekkert sérstaklega einfalt, ekki bara vegna þess að ég var á kafi í skemmtilegu verkefni og erfitt að henda því frá sér si sona heldur hafði ég ekki sest upp í flugvél í a.m.k. fimm ár vegna víðáttufælni. Þetta ár var ég búin að taka vel til í lífi mínu, hafði hætt að drekka um vorið og var farin að takast betur á við fælnina. Það gerðist eitthvað inni í mér og ég sagði bara já - án þess að vita hvernig ég ætti að fara að því að leysa þetta með vinnuna en miðað við að fara í flug fannst mér að það hlyti að vera lítið mál. Það leystist svo auðvitað og sá maður sem ég á það mikið að þakka heitir Óskar Ingólfsson og var yfirmaður minn þá en situr nú með mér í stjórn Zen á Íslandi. Við Solla vinkona fórum í 12 tíma flug daginn eftir, sem gekk alveg eins og í lygasögu. Við skemmtum okkur konunglega í borginni sem ég hef svo heimsótt nokkrum sinnum síðan og dvaldi í nágrenni hennar í hálft ár veturinn 2000-2001 þegar við hjónin fórum upp á Sonomafjallið að stunda hugleiðslu.
Áður en ég fór í þessa ferð var ég nánast búin að sætta mig við að vera bara alltaf á Íslandi, fannst það bærilegra en tilhugsunin um að fara í flug eða siglingu en í dag fyndist mér sá samningur ekki ásættanlegur. Það er sem betur fer hægt að ná tökum á þessu, ég vildi gera það án lyfja og valdi m.a. huglæga atferlismeðferð, sem er algjör snilld og svo hefur hugleiðslan auðvitað hjálpað mér og það að hætta að drekka. Áfengi er algjört eitur fyrir kvíða og það er ekki hægt að ná góðum árangri í baráttu við kvíða og þunglyndi ef það er með í för, þó í litlum mæli sé og hvað þá með lyfjum.
...svona er nú lífið skemmtilegt!
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.