3.12.2007 | 20:36
Jólin koma brátt
Hef setið ansi vel við í dag og skrifað. Átta mig ekki á því hvað ég á mikla vinnu eftir í þessari blessuðu B.A. ritgerð en ég er komin í ham og vil bara ljúka þessu af svo ég geti gert allt annað sem ég þarf að gera. Þá er ég ekki að tala um undirbúning jólanna, þau mega bara koma hvenær sem er því ég ætla ekkert að undirbúa þau, bara vera til. Það eina sem mig langar að gera er að hitta fólk og njóta andartaksins. Er samt búin að hlusta á uppáhaldsjólalögin mín sem eru með Stevie Wonder (One little christmas tree og Someday at christmas). Nú er bara að setja jarðýtuna í gang og moka þar til verkinu er lokið - tuttugu og eitthvað árum síðar.
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfram Gyða, áfram Gyða!! Þú ert hetjan mín að vinda þér í þetta, blessuð vertu, þú getur líka hitt fólk, engar áhyggjur. Gangi þér rosa vel, þú hefur fullan móralskan stuðning frá mér!
Fararstjórinn, 3.12.2007 kl. 21:29
æ takk alla mín, þú getur líka hitt fólk segir fararstjórinn og mesta social ljón sem ég hef kynnst, bara krúttlegt. Sjáumust í sveitinni!
Gyða Dröfn Tryggvadóttir, 3.12.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.