5.12.2007 | 13:40
...af fingrum fram
Þarf að muna nún að anda inn um nefið og út um munninn...segi nú svona en er að stressast upp út af ritgerðinni sem ég þarf að skila í næstu viku. Var í Þjóðarbókhlöðunni eins og ekta nemandi áðan að kíkja á aðrar ritgerðir, svona til að sjá uppsetningu og heimildavinnu. Mér hefur alltaf gengið vel að skrifa en þetta með heimildavinnuna er erfiðara en það þarf auðvitað að vera í lagi og leiðbeinandinn minn lætur mig örugglega ekki komast upp með neina vitleysu þó ég hafi reynt að bera mig dálítið illa - er svo langt síðan ég var í skólanum og snökt snökt - minna má nú vera í sjálfsvorkunn. Í núinu er fólk í fullri vinnu og í fullu námi eins og ég er, ég er engin undantekning og þarf því bara að spýta í lófana og klára þetta. Má samt reyna að kría út smá samúð - er það ekki?
...verðum með "Litlu jólin" fyrir fullorðna nemendur Tónheima annað kvöld og jólatónleika fyrir krílin á sunnudaginn. Flestir okkar nemendur eru fullorðið fólk, sem alltaf hefur dreymt um að spila á píanó og látið drauminn rætast - eða lært á hefðbundinn hátt og langar í praktískara nám, að geta spilað dægurlög eða jass eða blús eftir eyranu (hljómum) og er komið í nám aftur. Það er erfiðara að fá fullorðna fólkið til að spila en börnin en það eru samt þó nokkrir sem ætla að setjast við flygilinn annað kvöld og spila fyrir hina - verður fróðlegt og gaman að sjá. Við vorum svo stolt í vor þegar hver nemandinn á fætur öðrum (frá 4 ára til 15 ára) steig á svið, settist við flygilinn og spilaði af fingrum fram og fæstir með nótur fyrir framan sig. Þetta var þeim flestum eitthvað svo eðlilegt og voru svo ófeimin við að spila fyrir fullan sal af fólki. Vona að þetta heppnist vel núna og verður gaman að sjá framfarirnar hjá þeim sem voru á tónleikunum í haust (þó þetta snúist allra mest um að njóta þess að spila, ekki hversu vel þú spilar).
Um bloggið
Með sjálfri mér
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2831
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.